Fyrsta boxmóti Kastalans lokið

Add comments

Glæsilegt hnefaleikamót var haldið í Mjölniskastalnum á laugardagskvöldið en stjórn Hnefaleikafélags Reykjavíkur stóð fyrir mótinu. Á mótinu voru 16 keppendur frá þremur hnefaleikafélögum, keppendurnir stóðu sig með prýði og skemmtu yfir 100 áhorfendum. Bardagarnir voru margir mjög fjörugir en mikið af reyndum hnefaleikaköppum tóku þátt og einnig voru nokkrir á stíga sín fyrstu spor.

Hér má lesa úrslit:
Kristján Einarsson úr Mjölni-HR sigraði Stefán Geir Sigfússon einnig úr Mjölni-HR
Ruslan Antsiferov úr Mjölni-HR  sigraði  Ómar Memmet einnig úr Mjölni-HR
Eiður Helgi Pétursson úr Hnefaleikafélagi Akraness sigraði Snorra Viðarsson úr Mjölni-HR
Ásgerður Fanney Bjarnadóttir úr Mjölni-HR sigraði Áslaugu Sóllilju Gísladóttur úr Mjölni-HR
Aron Björn Guðmundsson úr Mjölni-HR sigraði Hauk Þórisson úr Hnefaleikafélaginu Æsi
Vignir Ingi Bjarnason úr Mjölni-HR sigraði Anton Bjarna Alfreðsson úr Mjölni-HR
Davíð Rafn Björgvinsson úr Mjölni-HR sigraði Birgi Einarsson úr Hnefaleikafélaginu Æsi
Gunnar Þór Þórsson úr Mjölni-HR sigraði Hinrik Ragnar Helgason úr Hnefaleikafélaginu Æsi

FacebookTwitterEmailShare
Uncategorized November 27th 2011

Comments are closed.