Fyrri dagur – fjögur gull

Add comments

Þá er fyrri deginum lokið á “Danish Open” og keppnislið Mjölnis hefur tryggt sér 4 gull, 1 silfur og 2 brons!

Sighvatur Helgason kom sá og sigraði sigraði -88kg. flokkinn og opnaflokkinn (fjólublátt belti).  Sighvatur náði uppgjafartaki á alla sem hann keppti við nema Mjölnismanninn Þráinn Kolbeinsson, en mættust þeir í undanúrslitum í opna flokknum.  Sigurjón Viðar Svarvarsson náði gulli í +100 (blátt belti) og í úrslitum sigraði hann keppanda sem var hátt í 40kg. þyngri en hann sjálfur.  Þráinn Kolbeinsson sigraði -94kg flokkinn og var í þriðja sæti í opna flokknum (fjólblátt belti). Bjarni Kristjánsson stóð sig eins og hetja í -94 (blátt belti) og tók silfur.  Auður okkar át svo bronsið í -64kg (fjólublátt).

Við óskum liðinu okkar innilega til hamingju með árangurinn á mótinu.  Áfram Mjölnir!

Á morgun keppir Sigurjón Viðar og Bjarni K. í opnum flokki og Hreiðar og Guðmundur í sínum þyngdarflokki og opnum flokki.

FacebookTwitterEmailShare
Uncategorized February 19th 2011

Comments are closed.