Öryggis- og dyravarðanámskeið

Add comments

Næsta þriðjudag og fimmtudag verður Öryggis- og dyravarðanámskeið Mjölnis.

Námskeiðið er sérhannað fyrir þá sem starfa við öryggistörf og eiga því hættu á að lenda í aðstæðum þar sem líkamleg átök verða ekki flúin. Námskeið er þróað og kennt af þeim Jóni Viðari Arnþórssyni og Gunnari Nelson. Ekki verða kennd nein töfra- eða leynibrögð heldur einföld tækni sem hægt er að nota við flestar aðstæður sem gætu skapast.
Tökin sem eru kennd eru útfærð til þess að tryggja aðstæður. Markmiðið er að yfirbugan mótaðilann án þess að valda honum óþarfa hnjaski eða skaða.

Námskeiðið er 5 klukkustundir, tveir og hálfur tími hvorn dag (20:00-22:30).
Verð 9.500 krónur.  (30% er afsláttur fyrir meðlimi Mjölnis)

FacebookTwitterEmailShare
Uncategorized March 11th 2011

Comments are closed.