Opið unglingamót Mjölnis

No Comments »

Unglingamót Mjölnis í NOGI fer fram á sunnudaginn.

Keppt er í eftirfarandi aldursflokkum:  1993-1994/1995-1996/1997-1998/1999-2000.

Mótið hefst stundvíslega kl. 11:30 en mæting fyrir keppendur er kl. 11:00.

Skráning fer fram í afgreiðslu Mjölnis.

(ath. unglinga og barnaæfingar falla niður sunnudaginn 3.apríl)

FacebookTwitterEmailShare
Uncategorized March 29th 2011

Styttist í Vikingaþrekið

No Comments »

Eins og flestum er kunnugt þá styttist óðum í Vikingaþrek Mjölnis. Eftirvæntingin er mikil en tímarnir byrja formlega þann 1. júní. Boðið verður upp á hádegistíma kl. 12:10 og síðdegistíma kl. 17:15 alla virka daga. Einnig verður boðið upp á kvöldtíma kl. 19:00 á þriðjudögum og fimmtudögum og tíma kl. 11:00 á laugardögum. Tímarnir eru 40 mínútur. Mjölnir mun hiklaust bæta við fleiri tímum ef fyllist í þessa.

Margar skemmtilegar hugmyndir er að finna í Víkingaþrekinu hafa þjálfararnir búið til gott æfingasafn þar sem hver og ein æfing ber nafn tengt þekktum víkingum eða atburðum úr Íslendingasögunum. Æfingarnar eiga að endurspegla nafn víkingsins.

Til dæmis æfingin “Gunnar á Hlíðarenda”. Hún er byggð upp á snerpu og stökkkraftsæfingum ásamt fleiru sem var einkennandi fyrir Gunnar. Eins og allir vita þá hljóp Gunnar meir en hæð sína með öllum herklæðum og eigi skemmra aftur en fram fyrir sig. Í æfingunni “Grettir sterki” er glímu og gripþol þjálfað með skemmtilegum og fjölbreyttum hætti og æfður er upp hámarksstyrkur hjá hverjum og einum. Hvert mannsbarn veit að Grettir sterki Ásmundarson var sterkur sem naut og glímdi við drauginn Glám (eins og sést skemmtilega á myndinni hér að neðan).

Æfingarnar verða mjög fjölbreyttar, skemmtilegar og hvergi gefið eftir. Eins og í anda vikinganna þá stelum við öllu sem virkar og förum ekki einhverja eina leið. Mjölnir hefur alltaf haft þá reglu að segja sannleikann og forðast að fylla fólk upp með einhverju bulli sem virkar ekki eða villir um fyrir því. Sem dæmi um þetta þá segjum við að þú þarft ekki nein fæðubótarefni til þess að komast í gott form og ef litið er til keppnisliðs Mjölnis, með Gunnar Nelson í farabroddi, þá er enginn þar á neinum fæðubótarefnum og víst er að það ætlar engin að fara segja okkur að nafni okkar manns á Hlíðarenda hafi verið á kreatíni.

Kynningarverð í sumar er 20.000 krónur fyrir 3 mánuði (júní, júlí og ágúst). Iðkendur sem eru áskrift hjá Mjölni þurfa aðeins að klára þrekgrunnsnámskeið áður en mætt er á víkingaþreksæfingarnar. Ef fólk hefur reynslu úr Kettlebells getur það hafið æfingar strax.

Í þrekgrunninum er kennd tækni við notkun á ketilbjöllum og ólympískum stöngum. Einnig er farið í grunninn á því hvernig menn skulu kýla og sparka í boxpúða ásamt því að halda á boxpúðum. Þrekgrunnstímar munu hefjast í maí og vera í umsjón Jóns Viðars Arnþórssonar og Yrju Daggar Kristjónsdóttur. Námskeiðið verður auglýst nánar síðar.

Fyrir það Mjölnisfólk sem vilja kynna sér æfingarnar þá hefur genaralprufa þeirra hafist nú þegar, á þrekæfingum Mjölnis kl. 18:00 á þriðjudögum og fimmtudögum. Við bjóðum ykkur öll velkomin.

Uncategorized March 27th 2011

Miðasala hefst 1.apríl!

No Comments »

Skemmtileg stikla fyrir árshátíð Mjölnis 2011! Klippt af Jóni Viðari.

Uncategorized March 26th 2011

Nýtt myndband!

No Comments »

Hér getið þið séð skemmtilegar svipmyndir frá opna flokknum á Íslandsmeistaramótinu í Brasilísku Jiu Jitsu fyrr í vetur.

Mjölnir gjörsigraði mótið og opna flokkinn eins og hann lagði sig.

Jón Viðar klippti myndbandið saman.

Uncategorized March 21st 2011

Árshátíð Mjölnis 2011!

No Comments »

Allir þeir sem æfa hjá Mjölni, Hnefaleikafélagi Reykjavíkur og Kettlebells eru velkomnir á árshátíðina + makar!

Uncategorized March 18th 2011

UFC-kvöld um helgina

No Comments »

Næsta laugardag (aðfaranótt sunnudags) verður bein útsending á UFC 128 í Mjölni.   Aðal bardagi kvöldsins er titil bardagi í létt þungavigt á milli meistarans Mauricio “Shogun” Rua og hins unga og gríðalega efnilega Jon Jones.  Fleiri stjörnur eru að keppa þetta kvöld og má þá nefna Urija Faber gegn Eddie Wineland og goðsögnin Mirko “Cro Cop” Filipovic gegn Brendan Schaub.

Kvöldið byrjar kl. 02:00 og stendur þar til keppnin klárast!  Á síðasta UFC-kvöldi var fullt út úr húsi og svakaleg stemning!

Uncategorized March 16th 2011

Stelpuæfing!

No Comments »

Næsta laugardag kl. 14:00 mun vera sérstök æfing fyrir allar stelpurnar í Mjölni (líka byrjendur á 101).  Æfingin verður NOGI (án galla) og mun Auður Olga Skúladóttir Íslandsmeistari í brasilísku jiu jitsu og Mjölnir Open meistari sjá um æfinguna.

Góða skemmtun!

Uncategorized March 14th 2011

Styrktarsöfnun fyrir Úganda

No Comments »

Skorað var á Stefán Geir, nemanda í Verzlunarskóla Íslands, að glíma við Gunnar Nelson. Verzlunarskólinn var að safna áheitum til styrktar börnum í Úganda og var þetta liður í þeirri söfnun.
Strákarnir tóku 4 glímur fyrir framan fullt af nemendum í Verzló. En eins og flestir vita þá er Stefán Geir einnig Mjölnismaður.

Uncategorized March 12th 2011

Öryggis- og dyravarðanámskeið

No Comments »

Næsta þriðjudag og fimmtudag verður Öryggis- og dyravarðanámskeið Mjölnis.

Námskeiðið er sérhannað fyrir þá sem starfa við öryggistörf og eiga því hættu á að lenda í aðstæðum þar sem líkamleg átök verða ekki flúin. Námskeið er þróað og kennt af þeim Jóni Viðari Arnþórssyni og Gunnari Nelson. Ekki verða kennd nein töfra- eða leynibrögð heldur einföld tækni sem hægt er að nota við flestar aðstæður sem gætu skapast.
Tökin sem eru kennd eru útfærð til þess að tryggja aðstæður. Markmiðið er að yfirbugan mótaðilann án þess að valda honum óþarfa hnjaski eða skaða.

Námskeiðið er 5 klukkustundir, tveir og hálfur tími hvorn dag (20:00-22:30).
Verð 9.500 krónur.  (30% er afsláttur fyrir meðlimi Mjölnis)

Uncategorized March 11th 2011

Meira í boði fyrir byrjendur! (101)

No Comments »Mjölnir býður þeim sem sækja námskeiðin Mjölnir 101 og Box 101 (mars-april) upp á eftirfarandi.

1. Nota “Gryfjuna” (mynd hér að ofan) til þess að æfa á þeim tíma sem Mjölnir er opinn.

2. Mæta á “Open mat” æfingar.  Þá er salurinn opinn og engin kennsla.  Þið getið mætt og glímt, lyft, boxað í púða, farið í gufubað og fleira.  “Open mat” er kl. 12:00-13:30 á laugardögum og kl. 21:00 á sunnudögum

3. Þið getið mætt á þrekæfingar Mjölnis.  Þær eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 18:00-18:40.  Á þeim æfingun er æfður styrkur, úthald, sprengikraftur og liðleiki.  Einnig er gríðaleg brennsla á æfingunum.

4. …og að sjálfsögðu getið tekið þátt í öllu félagslífi Mjölnis! :)

Sjáumst í Mjölni!

Uncategorized March 3rd 2011