Ingþór verður gestaþjálfari á morgun

No Comments »

Ingþór og Gunni í kröppum dansi

Ingþór Örn Valdimarsson mun kenna allar æfingar á morgun, miðvikudag.

Ingþór er með svart belti í júdó og blátt belti í BJJ. Hann er Íslandsmeistari í +100 kg flokki í BJJ og er aðalþjálfari Fenris á Akureyri. Ingþór hefur einnig mikla reynslu í Muay Thai.

Ingþór er núna staddur í Reykjavík í eina viku til að aðstoða Gunna við æfingar fyrir viðureign hans á móti Sam Elsdon í Englandi í febrúar. Ingþór er sérstaklega hentugur æfingafélagi fyrir þessa viðureign þar sem hann er með góðann júdó og muay thai bakgrunn eins og mótherji Gunna.

Hér má sjá myndir af þeim félögum á æfingu í gærkvöldi. Með þeim á myndunum er Vignir Ingi Bjarnason.

FacebookTwitterEmailShare
Uncategorized January 26th 2010

Ný stjórn var kjörin á aðalfundi í dag

No Comments »

Aðalfundur Mjölnis var haldin í dag. Ný stjórn var kosin. Stjórnina skipa:

Stjórn 2010 (kjörin á aðalfundi 17. janúar 2010)
Jón Viðar Arnþórsson, formaður
Árni Þór Jónsson, varaformaður
Sólveig Sigurðardóttir, gjaldkeri
Bjarni Baldursson, meðstjórnandi
Bylgja Guðmundsdóttir, meðstjórnandi
Varamenn:
Daníel Örn Davíðsson
Páll Bergmann

Uncategorized January 17th 2010

Unglingatímar hefjast 12. janúar

No Comments »

Þriðjudaginn 12. janúar hefst fyrsta unglinganámskeið Mjölnis.

Námskeiðið stendur í 2 mánuði (lýkur fimmtudaginn 11. mars)

Aldur 11-15 ára.

Verð 12.990 kr.

Skráning í síma 534 4455/692 4455 eða á mjolnir@mjolnir.is

Sjá stundatöflu.

Uncategorized January 7th 2010

Gunni keppir í febrúar

No Comments »

Gunnar keppir í BAMMA 13. febrúar 2010

Gunnar mun næst keppa í Englandi þann 13. febrúar á BAMMA mótinu. Nánari upplýsingar og umfjöllun má finn hér á spjalli Mjölnis.

Hér má líka sjá myndir af Gunna við æfingar í Mjölni í dag ásamt Árna Ísaks og fleirum.

Uncategorized January 6th 2010

Sextíu nýjir iðkendur á byrjendaæfingu í dag

No Comments »

Vorönnin byrjar vel með sextíu nýja iðkendur í BJJ tíma í dag. Stemmningin á æfingunni var góð og tekið vel á því undir leiðsögn James, Gunna og Bjarna. Stækkunin á salnum kemur vel út og nýttist vel fyrir þennan stóra hóp.

Við minnum byrjendur einnig á kickbox tímana sem eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl 20:00.

Það er alls ekki of seint að byrja, skelltu þér á æfingu í vikunni!

Uncategorized January 4th 2010

Byrjendanámskeið hefjast á mánudag!

No Comments »

byrjend2010small.jpg

Vortafla Mjölnis tekur gildi mánudaginn 4. janúar. Byrjendatímar hefjast kl 20:00 þann sama dag (unglingatímar hefjast viku seinna, 11. jan).

Hér má sjá töfluna.

Við minnum líka á þjálfarana, sem eru ekki af verri endanum, James Davis og Gunnar Nelson ásamt fleiri góðum.

Uncategorized January 2nd 2010