Opnunartímar um verslunarmannahelgina

No Comments »

Æfingar falla niður á föstudaginn fyrir og mánudaginn eftir verslunarmannahelgina.

FacebookTwitterEmailShare
Uncategorized July 29th 2009

Fullt á æfingum í sumar

No Comments »

Þrátt fyrir frábært veður er búið að vera fullsetinn salur á hverri æfingu yfir sumarið. Í gærkvöldi voru yfir 40 á no-gi æfingu. Ljósmyndari Mjölnis smellti af nokkrum myndum á æfingunni.Þess má geta að í haust mun verða brugðist við þessum mikla fjölda með fjölgun á BJJ tímum, bæði gi og no-gi.

Uncategorized July 23rd 2009

Ísland í dag fjallar um Mjölni

No Comments »

Mynd frá æfingu í Mjölni

Ísland í dag kom á æfingu hjá Mjölni á mánudaginn og tók viðtal við Gunna og Jón Viðar og einnig við nokkra iðkendur. Umfjöllunin var góð og gefur vonandi fleirum innsýn í það sem er að gerast hjá félaginu.

Hér má sjá umfjöllunina á vef Stöðvar 2.

Uncategorized July 16th 2009

Gunni þjálfar næstu tvær vikur

No Comments »

Vegna breytinga á ferðaplönum hjá Gunna mun hann þjálfa flestar æfingar hjá Mjölni í þessari viku og næstu. Hann mun byrja á að vera með BJJ æfinguna í kvöld þegar Stöð 2 mætir í heimsókn.

Uncategorized July 13th 2009

Myndir frá æfingabúðunum

No Comments »

Gunnar Nelson hélt æfingabúðir í MMA og BJJ um helgina. Mæting var góð og voru þátttakendur sammála um að vel hafi til tekist. Myndir eru komnar upp á myndasíðuna.

Uncategorized July 13th 2009

Æfingabúðir með Gunna Nelson 10.-11. júlí

No Comments »

Næstkomandi föstudag og laugardag verður Gunnar Nelson með æfingabúðir í Mjölni.

Föstudagur 10. júlí
Mixed Martial Arts
18:00-20:00

Laugardagur 11. júlí
Brazilian Jiu Jitsu (NoGi)
13:00-16:00

Verð
Báðir dagar kr. 8.000
MMA kr. 4.500 (föstudag)
BJJ NoGi kr. 6.000 (laugardag)

Æfingabúðirnar eru opnar öllum og skráning er hafin í afgreiðslu Mjölnis.

Helsti árangur Gunnars síðustu þrjú árin:
5 sigrar og ekkert tap sem atvinnumaður í MMA
Silfurverðlaun á Heimsmeistaramótinu 2009
Gull- og bronsverðlaun á New York Open 2009
Gullverðlaun á Pan American 2009
Gull- og silfurverðlaun á Norður-ameríska meistaramótinu 2008
Þrenn gullverðlaun á Íslandsmeistaramótinu 2008
Gullverðlaun á Opna breska meistaramótinu 2008
Gullverðlaun á Opna meistaramótinu í Hawaii 2008
Tvenn gullverðlaun á Opna írska meistaramótinu 2007
Tvenn gullverðlaun á Mjölnir Open 2007

Uncategorized July 6th 2009