Gunnar Nelson gráðaður í brúnt belti!

No Comments »

Gunnar NelsonGunnar Nelson var í gærkvöldi gráðaður í brúnt belti í brasilísku jiu jitsu (BJJ). Gráðunin átti sér stað eftir að hann atti kappi við mjög öflugan pólskan andstæðing að nafni Piotr Stawski í 10 mínútna “grappling super fight” á Ring of Truth keppninni í Dublin. Glíman stóð í allar 10 mínúturnar og var því úrskurðuð jafntefli en hún var að því leiti ólík hefðbundnum grappling glímum að engin stig voru gefin og sigur gat einungis unnist með uppgjöf andstæðingsins. Pólverjinn var um 30 kg þyngri en Gunnar og hefur undanfarið sýnt styrk sinn á mótum í Írlandi, m.a. með því að vinna tvöföld gullverðlaun á Irish Munster BJJ open og þann 14. júní síðastliðinn sigraði hann bæði þyngsta flokkinn og opna flokkinn á Irish National Submission Championships 2008. Eins og sjá má á þessu sýningarmyndbandi er Piotr líkamlega sterkur, lipur og snöggur en hann rekur bardagaíþróttaklúbb á Írlandi. Gunnar getur því verið stoltur af árangri sínum.

Nokkuð kom á óvart að pólska tröllið gerði sitt til að tefja glímuna þar sem hann hafði eins og áður segir 30 kg umfram Gunnar en sjálfur sagðist Gunnar vera ánægður með sína frammistöðu, hann hafi lært mikið af henni og menn þurfi einnig að læra að eiga við líkamlega sterka andstæðinga sem reyni að þæfa glímur og teygja lopann. Eftir glímuna kallaði John Kavanagh þjálfari Gunnars hann á svið og afhenti honum brún belti í BJJ. Sannarlega frábær árangur og Mjölnir hefur þar með eignast sitt fyrsta brúnbelti í BJJ. Til hamingju Gunni!

FacebookTwitterEmailShare
Uncategorized June 29th 2008

Renzo og Gunni á Stöð 2

No Comments »

Ísland í dag muna sýna viðtal við Renzo Gracie og Gunna í kvöld. Viðtalið var tekið við þá kappa í síðustu viku á æfingu í Mjölni. Hér er viðtalið.

Uncategorized June 27th 2008

Curtis Vega í Mjölni um helgina!

No Comments »

Hinn frábæri þjálfari Curtis Vega mun vera með æfingar í Mjölni núna um helgina. Curtis er brúnt belti undir Rickson Gracie. Curtis er hress og skemmtilegur kennari og hvetjum við alla Mjölnismenn að nýta tækifærið og æfa með kappanum.
Æfingarnar verða á föstudaginn kl. 18:00 og laugardaginn kl. 13:00. Báðar æfingar eru BJJ gi og eru mjölnismeðlimum að kostnaðarlausu.

Uncategorized June 25th 2008

Vel heppnaðar æfingabúðir

No Comments »

 

Nýafstaðnar æfingabúðirnar með Renzo Gracie heppnuðust mjög vel. Það var alveg einstakt tækifæri fyrir okkur að fá hann í heimsókn, og við getum þakkað Guðjóni Svanssyni fyrir að hafa komið þessu í kring. Efnið sem Renzo fór yfir var virkilega gott, einfalt og virkar vel, bæði það sem hann sýndi í BJJ tímanum og einnig það sem hann tók fyrir í MMA tímanum. Hérna eru myndir frá æfingabúðunum

Uncategorized June 15th 2008

Uppselt á Renzo Gracie!

No Comments »

 

Vegna mikilla vinsælda er uppselt er á BJJ & MMA æfingabúðirnar með Renzo Gracie!

Uncategorized June 13th 2008

Breyting á Renzo námskeiðinu

No Comments »

Stjórnin talaði við Renzo Gracie í gær og hann vill gera smá breytingu á BJJ námskeiðinu.

Renzo vill frekar hafa 2 klst. seminar í BJJ í stað 4 klst. eins og við auglýstum.  Hann segir að fólk verði of þreytt á því að æfa í 4 tíma og fái því ekki eins mikið út úr æfingunni.  Hann vill því kenna bara í tvo tíma og hafa mikla keyrslu.  Þannig heldur fólk meiri athygli og fær sem mest út úr námskeiðinu.

BJJ námskeiðið byrjar því kl. 12:00 og stendur til  kl. 14:00

MMA námskeiðið er óbreytt. Auglýsingunni hér að neðan hefur verið breytt í samræmi við þetta.

Uncategorized June 12th 2008

Æfingabúðir með Renzo Gracie

No Comments »

Uncategorized June 6th 2008

Kominn heim frá Hawaii

No Comments »

BJ Penn og Gunnar NelsonGunnar Nelson er kominn heim til Íslands frá Hilo á Hawaii en eins og flestir vita hefur Gunnar dvalist þar undanfarna þrjá mánuði við æfingar hjá “undrinu” BJ Penn, heimsmeistara í léttivigt og goðsögn í lifanda lífi innan heims bardagaíþrótta. Gunnar mun dveljast hér á landi við æfingar og þjálfun í Mjölni fram til 17. júní en þá heldur hann til Írlands og Englands en líklegt er að Gunnar keppi þar atvinnumannabardaga í MMA í júlí.

Uncategorized June 5th 2008

Gunnar vann til gullverðlauna á Hawaii

No Comments »

Gunnar NelsonGunnar gerði sér lítið fyrir og vann til gullverðlauna á Opna meistaramótinu í Brasilísku Jiu Jitsu (BJJ) á Hawaii í nótt. Þátttakendur á mótinu voru í kringum 150 en því var skipt upp í þrjú styrkleikastig (novice, intermediate og advance) og tók Gunnar þátt í því erfiðasta (advance) en hann keppti í -176 punda flokki (ca. -80kg). Flokkur Gunnars var ekki mjög fjölmennur en hann sigraði þó tvo erfiða andstæðinga í úrslitum og tryggði sér gullverðlaunin en sá sem Gunnar sigraði í fyrstu glímunni var m.a. talinn sigurstranglegastur á mótinu og hafnaði loks í öðru sæti eftir úrslitarimmu við annan andstæðing sem Gunnar sigraði einnig á mótinu. Sannarlega frábær árangur hjá Gunnari en rétt er að rifjað upp að Gunnar sigraði Opna írska meistaramótið í BJJ í október á síðasta ári, bæði í sínum þyngdarflokki og í opnum flokki. Ekki var keppt í opnum flokki á mótinu á Hawaii í nótt. Gunnar er nú á leið heim til Íslands og er væntanlegur á miðvikudagsmorgun.

Uncategorized June 2nd 2008